Feel free to share this post

⚡️ Nýsköpunarlandið

Smæð Íslands býður bæði upp á einstök tækifæri en jafnframt áskoranir. Hún veitir okkur sveigjanleika, hraða og nánari tengsl við viðskiptalífið, sem skiptir sköpum fyrir frumkvöðla og nýsköpun. Sprotafyrirtæki njóta þess að geta prófað lausnir á litlum markaði, fengið skjót viðbrögð og lagað sig hratt að aðstæðum. Það er ómetanlegt forskot.

En smæðin hefur líka sínar takmarkanir. Skortur á sérfræðiþekkingu og fjármagni getur staðið í vegi fyrir því að fyrirtæki vaxi út fyrir landsteinana. Flest nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi eiga það sameiginlegt að langtímamarkmið þeirra er að koma á fót erlendri starfsemi til að tryggja stöðugan vöxt. Alla jafna tíðkast í hugverkaiðnaði að sprotafyrirtæki séu keypt eða tekin yfir af stærri aðilum, oftar en ekki erlendum aðilum.

Þar liggja möguleikar Íslands, að styðja við íslenska frumkvöðla, veita þeim besta mögulega umhverfi sem völ er á, með það að markmiði að sprotinn nái að vaxa hratt og síðar meir fyrirtækið keypt. Þetta getur skilað umtalsverðum verðmætum inn í íslenskt hagkerfi, eins og dæmin hafa sýnt sl. ár.

Hins vegar er engin trygging fyrir því að velgengni á íslenskum markaði leiði til sjálfgefins vaxtar erlendis. Fjármögnun, aðgangsstefna og sérfræðiþekking eru meðal þeirra hjalla sem þarf að yfirstíga. Til þess að íslensk sprotafyrirtæki eigi raunhæfa möguleika á alþjóðlegum árangri þarf skýra stefnu um aðgengi að fyrrnefndum þáttum.

Hugverkaiðnaðurinn er ört vaxandi, en enn felast fjölmörg tækifæri í honum fyrir Ísland. Ef rétt er haldið á spilunum gæti hann orðið lykilútflutningsgrein og stuðlað að aukinni verðmætasköpun. Það krefst hins vegar þess að nýsköpunar- og rekstrarumhverfið sé skilvirkt, einfalt og styðji við þau fyrirtæki sem vilja ná lengra.

Við verðum að hugsa stórt og byggja upp hagkerfi sem styður við sprota sem stefna á alþjóðlega vegferð frá upphafi. Það þýðir að regluverk þarf að vera skýrt, fjárfestar þurfa að sjá Ísland sem álitlegan valkost og tengslanet við alþjóðlega aðila þarf að vera virkt.

Smæðin okkar er ekki veikleiki nema við látum hana vera það. Smæðin getur verið styrkur ef við tryggjum skilyrði sem auðvelda nýsköpun og alþjóðlegan vöxt. Við þurfum að fækka hindrunum í stað þess að reisa fleiri veggi.

Nú þegar ný ríkisstjórn er að hefjast handa er brýnt að tryggja að stefna í nýsköpunar- og hugverkaiðnaði verði ekki aðeins orðin tóm heldur fylgi henni raunverulegar aðgerðir. Ef rétt er haldið á spilunum gæti Ísland orðið leiðandi í hugverkaiðnaði. En það gerist ekki af sjálfu sér.

Feel free to share this post

Do you want to receive email updates for the next article?

    Click here to connect!

    Let's connect on LinkedIn!

    About Elías Larsen

    What I do

    I’m head of growth at brandr Index, focusing on developing strategic relationships that foster trust, reliability, and shared success. My role centers on connecting with forward-thinking partners worldwide to introduce innovative branding solutions across diverse markets.

    How I Do It

    My background in strategic business development and leadership drives my approach to growing brandr Index’s reach. I believe in a hands-on approach, crafting relationships that are as reliable as they are dynamic, ensuring every collaboration is both beneficial and enduring.

    My Mission

    As a young, ambitious professional, I actively seek challenges that enhance my skills and push the boundaries of what we can achieve in business strategy and development. My approach is always to inspire growth and operational efficiency through innovative practices.

    Guiding Principles

    I am deeply passionate about developing strategic approaches that not only accelerate the growth of startups but also enhance the scalability of established firms. 

    Leadership, to me, means having a clear vision and the practical skills to implement effective strategies that align with the dynamic needs of the market.

    120+

    Client
    Collaborations

    Notable Brands

    I’ve Worked With

    University Degrees

    I graduated with a Masters’s degree in Economics focusing on Entrepreneurship and Innovation from the University of Padova in Italy, and a Bachelor’s Degree in Marketing and International Business from the University of Iceland.