Feel free to share this post

🫀Vörumerki eru vítamín

Ert þú dugleg/ur að taka vítamínin þín? Ég gleymi því stundum. En ég reyni að taka þau af því að ég veit að þau eru góð fyrir mig og mína heilsu. Árangur vítamína er ekki sýnilegur dag frá degi en til lengri tíma litið veit ég að þau hjálpa kjarnastarfseminni og auka heilbrigði.

ama má segja um vörumerki. Ert þú dugleg/ur að fóstra vörumerkið þitt? Sumir gleyma því. Það er þó nauðsynlegt. Með því að vera sífellt að mæla, bæta, styrkja og huga að öllum snertiflötum vörumerkisins skilar það árangri og hagnaði til lengri tíma litið. Rétt eins og með vítamínin þá sést árangur vörumerkjavinnu ekki endilega samdægurs en með þrotlausri vinnu skilar það sér t.d. í ánægðari og tryggari viðskiptavinum og sterkri staðfærslu.

En hvað er staðfærsla?

Staðfærsla er sú mynd af vörumerki sem er til staðar í huga viðskiptavina, þ.e. hvernig þeir upplifa, skynja og tengja við vörumerkið á þessum tímapunkti.
Sterk vörumerki vinna út frá því að koma sinni staðfærslu til skila á öllum snertiflötum, hvort sem það er í samskiptum, sölu, markaðssetningu, þjónustu eða öðru.
Með vel skilgreindri stefnu ná sterk vörumerki að skapa þær huglægu tengingar sem þau vilja að einkenni vörumerkið í huga viðskiptavina.

Atriði sem huga þarf að til að byggja upp og viðhalda staðfærslu:

  • Djúp þekking á markhópum
  • Aðgreining frá samkeppni
  • Lausn við vandamálum viðskiptavina séu sett skýrt fram.
  • Áhersla lögð á að skilja áskoranir viðskiptavinarins
  • Skapa eftirminnileg skilaboð

Listinn er ekki tæmandi

Hver er ábati þess að hafa sterka staðfærslu?

  • Vörumerki ná aðgreinandi stöðu á markaði.
  • Auðvelda kaupferli viðskiptavina.
  • Markaðsskilaboð fanga meiri athygli en skilaboð samkeppnisaðila.
  • Ná að keppa á gæðum en ekki verði.
  • Gerir hönnunina enn meira skapandi.

Listinn er ekki tæmandi

Að skapa hina fullkomnu staðfærslu er langtíma verkefni, sem að öllum líkindum endar aldrei. Sterk staðfærsla auðveldar vörumerkjum að taka stórar og viðamiklar ákvaraðnir.

brandr vísitalan er mælitæki sem mælir staðfærslu vörumerkja. Vörumerki nýta það til þess að spyrja viðskiptavini sína út í reynslu þeirra og upplifun af viðskiptum við vörumerkið.

Við fáum oft spurninguna hvað græði ég á því að vita hvað mínum viðskiptavinum finnst?
Niðurstöður úr brandr vísitölunni gefa einstaka mynd á hvernig viðskiptavinir upplifa vörumerki. Með því að búa yfir nægilegri þekkingu á sýn viðskiptavina er hægt að taka öruggari og upplýstari ákvarðanir.

Feel free to share this post

Do you want to receive email updates for the next article?

    Click here to connect!

    Let's connect on LinkedIn!

    About Elías Larsen

    What I do

    I’m head of growth at brandr Index, focusing on developing strategic relationships that foster trust, reliability, and shared success. My role centers on connecting with forward-thinking partners worldwide to introduce innovative branding solutions across diverse markets.

    How I Do It

    My background in strategic business development and leadership drives my approach to growing brandr Index’s reach. I believe in a hands-on approach, crafting relationships that are as reliable as they are dynamic, ensuring every collaboration is both beneficial and enduring.

    My Mission

    As a young, ambitious professional, I actively seek challenges that enhance my skills and push the boundaries of what we can achieve in business strategy and development. My approach is always to inspire growth and operational efficiency through innovative practices.

    Guiding Principles

    I am deeply passionate about developing strategic approaches that not only accelerate the growth of startups but also enhance the scalability of established firms. 

    Leadership, to me, means having a clear vision and the practical skills to implement effective strategies that align with the dynamic needs of the market.

    120+

    Client
    Collaborations

    Notable Brands

    I’ve Worked With