Feel free to share this post

💡 Mikilvægi nýsköpunar fyrir litla þjóð.

Nýsköpun, sem er undirstaða framfara og aukinnar verðmætasköpunar, á sér margar hliðar. Hún er ekki aðeins grundvöllur efnahagslegrar velgengni heldur líka tæki sem unnt er að nota til þróunar og til að takast á við stærstu úrlausnarefni framtíðarinnar. Ber þá helst að nefna úrlausnarefni sem snúa að lífi og heilsu fólks, umhverfismálum, sjálfbærni, tækni og menntun. Fyrir lítið land eins og Ísland leynast víða tækifæri í nýsköpun. Þó hægt sé að líta á smæð okkar sem veikleika felast í henni ýmis tækifæri sem eru í raun styrkleikar þegar betur er að gáð. Í þessari grein mun ég kryfja hvað nákvæmlega nýsköpun er, af hverju hún er mikilvæg, hverjar eru framtíðarhorfur nýsköpunar á Íslandi og hvernig við getum sýnt gott fordæmi fyrir önnur lönd þegar kemur að þessu mikilvæga máli. Við vinnslu greinarinnar fékk ég að skyggnast inn í störf reynslumikilla og fróðra einstaklinga á þessu sviði sem vonandi verður til þess að varpa varpa ljósi á kjarna málsins. Ég vil nýta tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir þeirra framlag.

Hvað er það nákvæmlega sem telst vera nýsköpun?

Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt eða endurbæta eitthvað sem nú þegar er til (Oft talað um product- og process innovation á ensku). Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldur er aðeins talað um nýsköpun þegar hugmyndinni eða endurbótinni hefur verið hrint í framkvæmd[1]. Annað nátengt hugtak er svo frumkvöðlafræði. Í því hugtaki felst m.a. ferli við að stofna fyrirtæki í kringum nýsköpunina og hefja rekstur. Nýsköpun getur bæði átt sér stað með frumkvöðlastörfum eða innan stærri fyrirtækja og stofnanna. Raunar eru í mörgum fyrirtækjum sérstakar nýsköpunardeildir sem vinna í því að skapa eitthvað nýtt eða endurbæta eitthvað sem til er.

Til þess að nýsköpunarhugmynd blómstri þarf öflugt starf í kringum hana. Kjarna þarf vel stefnuna, markhópa, samkeppni, fjármálaáætlun, útlit, og vörumerki, svo eitthvað sé nefnt. Nýleg dæmi um vel skilgreindar nýskapanir sem hafa fest sig í sessi í íslensku viðskiptalífi eru t.d. Hopp, Indó, Dropp og Noona. Öll eiga þessi vörumerki sameiginlegt að hafa náð fótfestu á markaði og náð vel til markhópa þeirra. Hopp breytti því t.a.m. hvernig fólk ferðast frá A til B. Indó lækkaði færsluhriðingargjöld greiðslukorta. Dropp stórbætti sendingarþjónustu og Noona bætti bókunarferli viðskiptavina fyrirtækja.

Þegar nýsköpun er komið á fót með þessum hætti er oft talað um skapandi eyðileggingu (e. creative destruction). Joseph Schumpeter, sem að mörgum er talinn faðir frumkvöðlastarfsins, kom fyrstur fram með hugtakið en í stuttu máli fjallar það um hvernig frumkvöðlafyrirtæki, oftar en ekki með nýsköpunarhugmynd, kynnir til leiks vöru/þjónustu sem kemur í stað úreltra afurða, framleiðslu- eða dreifingaraðferða[2]. Eitt besta dæmið um þetta er innkoma iPhone farsíma á markað. Þannig leit dagsins ljós sími með snertiskjá, öflugu stýrikerfi (iOS) og áður óséðum snjallsímaforritum (e. Apps). Fyrir tíma iPhone voru notaðir “hefðbundir” símar með tökkum til þess að hringja og senda skilaboð.

Samspil frumkvöðla og nýsköpunar.

Á undanförnum árum hefur viðhorf til frumkvöðla breyst, líkt og Hrund Gunnsteinsdóttir nefnir réttilega neðar í greininni. Með talsverðri einföldun má segja að áður hafi ímynd hins almenna frumkvöðuls meira verið á þá leið að hann þrífst einungis í lifandi umhverfi og hans eina markmið væri að stofna hvert fyrirtækið á eftir öðru sama hvort það gengi vel eða ekki. Viðhorf gagnvart frumkvöðlastarfi hafa sem betur fer breyst verulega á síðustu misserum sem gerir frumkvöðlum auðveldara að nýta sér það mótandi nýsköpunarumhverfi sem er hér að vaxa og dafna til þess að fóðra hugmyndir sínar og stefnu vel og vandlega áður en hugmynd er hrint í framkvæmd.

Frumkvöðlar eru jafn ólíkir eins og þeir eru margir. Eitt eiga þeir flestir sameiginlegt, það er löngunin í að hafa áhrif og skapa verðmæti, í einhverjum skilningi, fyrir sig og umhverfið. Það allra mikilvægasta, og það sem oft er ekki gefinn nægilegur gaumur þegar kemur að nýsköpun, er fólkið eða frumkvöðlarnir á bak við hugmyndina. Hugmyndin stendur og fellur með þeim. Ef það trúir ekki sjálft á hugmyndina mun enginn gera það. Það getur verið afar lýjandi, erfitt og tímafrekt að ýta nýsköpunarhugmynd úr vör. Sér í lagi að ná árangri. Því er eðlisþáttur frumkvöðuls kjarkur, dugnaður, elja og vinnusemi. Þegar frumkvöðlafyrirtæki eru í þeim fasa að sækja fjármagn getur fólkið á bakvið vöruna/þjónustuna gjarnan skipt meira máli en hugmyndin sjálf.

Umhverfi nýsköpunar á Íslandi.

Ég fékk Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til þess að segja mér frá því hversu mikilvægt er fyrir lönd (eins og Ísland) að byggja upp umhverfi og grundvöll fyrir nýsköpun, og hvernig ríkið geti staðið við bakið á frumkvöðlum?

Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar-
ráðherra Íslands.

,,Umhverfi nýsköpunar skiptir miklu máli á Íslandi þar sem einsleitni hefur lengi einkennt efnahag landsins. Ef koma á veg fyrir sveiflur verða stoðum hagkerfisins að fjölga og þar er nýsköpun lykilatriði til að auka lífsgæði og tækifæri fólks. Umhverfið þarf fyrst og fremst að vera samkeppnishæft og einfalt, styðja vel við rannsóknir og þróun og styðja að hugmyndir einstaklinga geti orðið að veruleika. Þá er mikilvægt að tryggja aðgang að sérfræðingum svo nýsköpun geti dafnað á Íslandi.”

Eins og sjá má í svari Áslaugar er mikilvægi nýsköpunar henni ofarlega í huga. Ég fagna því. Áslaug bendir réttilega á að einsleitni hefur tíðkast í efnahag landsins. Það hefur því hefur verið afar spennandi að fylgjast með örum vexti nýsköpunar og fjölda frumkvöðlafyrirtækja á Íslandi síðustu ár. Marel, Össur, CCP, Controlant og Hampiðjan eru öll fyrirtæki sem sprottið hafa úr jarðvegi nýsköpunar og byrjuðu aðeins, sem hugmynd á blaði. Með auknum fjölda nýsköpunarfyrirtækja aukast tækifæri þeirra til vaxtar erlendis sem skilar sér á einn eða annan hátt í þjóðarbúið.

Þættir sem stuðla að betra umhverfi.

Til þess að nýsköpun geti haldið áfram að vaxa og dafna þurfa vissir þættir að vera til staðar líkt og Áslaug Arna nefnir, þ.e. einfalt og samkeppnishæft umhverfi, stuðningur við rannsóknir og þróun ásamt aðgengi að sérfræðingum. Þá þarf skattkerfið að styðja við nýsköpun auk þess sem öflugt styrkjakerfi er nauðsynlegt. Þá er nauðsynlegt að greitt aðgengi sé að framtakssjóðum, fræðslu yfirvalda og stofnanna. Það er ekki aðeins ríkisvaldið sem getur lagt sitt af mörkum. Einkageirinn leikur einnig stórt hlutverk (dæmi; Startup Supernova, KLAK, o.s.frv.). Þá getur aðgengi að þolinmóðu fjármagni skipt sköpum (e. patient capital). Auðvitað er ekki hlaupið að því að búa til þetta áskjósanlega umhverfi á einni nóttu. Þetta er stefna sem landið hefur sett sér og langtíma markmið eru skýr, líkt og ráða má af skýrslu sem gefin var út af Stjórnarráði Íslands. Þar voru sett fram þau markmið að árið 2030 væri Ísland:

  • Samfélag þar sem nýsköpun er inngróin í menningu og efnahagslíf og kjörlendi til að setja á fót og starfrækja alþjóðlega samkeppnishæf fyrirtæki.
  • Land sem nýtir sér smæðina sem styrkleika og er vel tengt alþjóðlegu umhverfi vísinda, nýsköpunar, menningar og athafnalífs. Vel í stakk búið til að fjármagna hugvitsdrifna nýsköpun.
  • Samfélag þar sem virðing er borin fyrir frumkvöðlum og skapandi einstaklingum í efnahagslífi og menningu og er fyrirmynd annarra ríkja hvað varðar sjálfbæra þróun.
  • Samfélag þar sem hugarfar, fjármagn, markaðsaðgengi, umgjörð og mannauður styðja við nýsköpun sem grundvöll menningarlegra og efnahagslegra lífsgæða.

 

Í þessu sambandi er fróðlegt að heyra skoðanir reynslumikils fólks úr frumkvöðla- og nýsköpunarumhverfi Íslands varðandi nýsköpunarumhverfið á Íslandi:

Hrund Gunnsteins-
dóttir

Höfundur, fyrirlesari og fyrrv. framkv.stj. Festu. 

,,Nýsköpunarumhverfið á Íslandi hefur tekið miklum breytingum sl. tíu ár eða svo, sem eru jákvæðar breytingar sem fela í sér aðgengi að meira fjármagni, sterkara vistkerfi (e. ecosystem) utan um frumkvöðlastarf, betri hagnýtingu  á rannsóknum og mjög breyttu viðhorfi til frumkvöðla almennt og þeim áskorunum sem því fylgir að láta reyna á hugmyndir og sjá hvort þær gangi eða ekki.
Okkar fyrsti einhyrningur (e. unicorn), Kerecis  er dæmi um margt sem má læra af. Þar kemur saman elja frumkvöðla, margra ára saga, margir koma að velgengninni, tækifæri sem skipta sköpum, vísindaleg þekking er hagnýtt í uppbyggilega þágu og þar kemur saman þolinmótt fjármagn, styrkir og aðrar fjárfestingar. Frábært dæmi.“

,,Við höfum á undanförnum árum lyft grettistaki við að efla nýsköpunarumhverfið og þar hafa auknir styrkir til sprota haft mikið að segja. En mestu hefur án efa skipt að fjöldi innlendra fjárfesta, sem eru að leita tækifæra á meðal nýsköpunarfyrirtækja, hefur aukist verulega. Okkur vantar enn í þessa jöfnu fleiri erlenda fjárfesta og frekari tengingar utan Íslands.”

Þór Sigfússon

Höfundur, fyrirlesari og stofnandi Íslenska Sjávarklasans.

Þór Sigfússon

Höfundur, fyrirlesari og stofnandi Íslenska Sjávarklasans.

“Við höfum á undanförnum árum lyft grettistaki við að efla nýsköpunarumhverfið og þar hafa auknir styrkir til sprota haft mikið að segja. En mestu hefur án efa skipt að fjöldi innlendra fjárfesta, sem eru að leita tækifæra á meðal nýsköpunarfyrirtækja, hefur aukist verulega. Okkur vantar enn í þessa jöfnu fleiri erlenda fjárfesta og frekari tengingar utan Íslands.”

Framför.

Af svörum þeirra Hrundar og Þórs má ráða að umhverfið hérlendis hafi breyst til hins betra á síðustu árum. Þó er ljóst að enn eru tækifæri til vaxtar líkt og Þór nefnir varðandi frekari tengingar erlendis og fjárfesta að utan en um það verður fjallað betur hér að neðan.

Hrund nefnir ágætt dæmi um nýsköpun sem gekk með stakri prýði. Guðmundur Fertram stofnandi Kerecis, sá sér leik á borði að nota fiskiroð í að græða líkamssár. Kerecis fann út að Omega 3 fitusýrur, sem finnast í fiskroði, græða húðfrumur manna á náttúrulegan hátt sem gera það að verkum að nýjar húðfrumur verða til. Kerecis sótti um einkaleyfi (e. patent) á vöruna og framleiðsluferlið og hóf farsælt frumkvöðlastarf. Saga fyrirtækisins er svo vel þekkt. Hjá því starfa rúmlega 500 manns og nýjustu tíðindin af fyrirtækinu eru þau að það hafi verið yfirtekið af dönsku stórfyrirtæki í næst stærstu yfirtöku Íslandssögunnar. Guðmundur Fertram sagði í viðtali við Samtök Iðnaðarins að ,,umgjörð sem íslensk stjórnvöld hafa búið íslenskri nýsköpun allt frá efnahagsáfallinu 2008 hafa verið afskaplega framsýna og góða” hann nefndi einnig að ,,veikleikinn í íslenska kerfinu hefur verið tengdur lengra komnum nýsköpunarfyrirtækjum en ekki þeim sem eru á tækniþróunarstigi. Lengra komin fyrirtæki þurfa aðgang að talsverðu fjármagni til að þróa sölu- og markaðsstarf.”[3]

Þessi ummæli Guðmundar falla vel af því sem haft er eftir Þór að framan. Hjörleifur Pálsson var svo á sama máli þegar ég spurði hann út í það hvernig íslensk sprotafyrirtæki geta nýtt nýsköpunarumhverfið á Íslandi til vaxtar, hérlendis og sérstaklega erlendis:

Hjörleifur Pálsson

Stjórnarmaður í Festi, Brunn Ventures, Ankra / Feel Iceland o.fl.
Situr í endur-
skoðunar
nefnd Landsbankans og Hörpu.

,,Það fyrsta sem kemur í hugann eru “keldur” þekkingar sem hafa orðið til hér og hægt er að sækja í. Þessar keldur eru þá reynsla, árangur og þekking á tilteknu sviði. Það er auðveldara að sækja fram ef einhver sterkur grunnur er til staðar. Dæmi um slíkt væri, hugbúnaðargerð, tölvuleikir, kvikmyndagerð, lyf, stoðtæki eða bara eitthvað þar sem þegar er til alþjóðleg reynsla sem hægt er að komast í samband við. Á seinni árum hefur líka orðið til þekking og reynsla hér á landi á að para saman nýsköpun og alþjóðlegt “strategiskt” fjármagn. Gott dæmi um þetta væri t.d. Oculis sem Brunnur ventures átti mikilvægan þátt í að koma fyrir augu réttra fjárfesta til að þróa fyrirtækið áfram. Þessi þáttur á sér auðvitað lengri sögu, er skipulagðari og þróaðari víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, þar sem er nánast til “matseðill” fjárfesta sem henta fyrir hvert tilefni. Enn er fjármögnun of erfiður og þungur ferill hjá okkur. Það þýðir samt lítið að vera leiður yfir því að aðrir séu lengra komnir. Einhvers staðar þarf að byrja og þróunin síðustu ár hefur verið þokkalega hröð.”

Líkt og nefnt var fyrr í greininni eigum við orðið stöndug og vel rekin fyrirtæki sem byrjuðu eitt sinn sem hugmynd á blaði. Hjörleifur nefnir þann sterka grunn sem fylgir þeim fyrirtækjum sem ruddu brautina sem gerir hugmyndaríku fólki auðveldara að nálgast þekkingu á sértækum sviðum. Nefnir Hjörleifur þó að fjármögnun sé enn þungur þáttur í fjármögnunarferlinu en er bjartsýnn á framtíðarhorfur.

Eftir að hafa fengið smjörþefinn af því hvernig nýsköpunarumhverfið er á Íslandi getum við greint það ögn betur með því að kafa ofan í styrkleika og veikleika. Ég fékk þau Hrund og Þór til að segja mér betur frá þeim:

Hrund Gunnsteins-
dóttir

Höfundur, fyrirlesari og fyrrv. framkv.stj. Festu. 

,,Helstu styrkleikar íslensks nýsköpunarumhverfis myndi ég segja að væru styrkir úr Tækniþróunarsjóði, en þegar vel er að gáð hefur sá sjóður fóstrað sum af okkur mikilvægustu fyrirtækjum sem oft á tíðum þurfa þolinmótt fjármagn og mörg þessara verkefna fara á dýptina í vísindum, lausnum og tækni. Kría er líka mjög jákvætt skref inn í nýsköpunarumhverfið og skattafrádrátturinn hefur skipt sköpum fyrir lítil og stór, eða ný og eldri fyrirtæki. Skattafrádrátturinn gerir okkur að mörgu leyti samkeppnishæfari við önnur lönd og veldur því að fyrirtæki sækja ekki meira út úr landi.

Helstu veikleikar eru smæð landsins. Á sama tíma og smæðin getur líka verið okkar styrkleiki (auðvelt að nálgast fólk t.d.) þá grefur smæðin líka stundum undan fagmennsku, getunni til að koma í veg fyrir víxltengsl hagsmuna, trúnaðarbrest, faglegt og opið viðmót fjárfestingasjóða að hugmyndum hverra sem er. Annar galli er að okkur skortir stundum dýptina í nýsköpunarumhverfinu, við erum einangrað samfélag að mörgu leyti og ekki alltaf með puttann á púlsinum í því fremsta og besta erlendis, þótt við viljum ekki alltaf viðurkenna það. Það hefur verið og er enn mikil ásókn í tæknifyrirtæki hjá vísisjóðum, sem hafa burði til að vaxa hratt og fylla kröfur um 10 ára fjárfestingahringinn. Deep tech og lausnir við flóknum sjálfbærni- og loftslagsaáskorunum þurfa að fá meira pláss hjá vísissjóðum, en til þess þarf oft meiri þekkingu fjárfesta og þolinmótt fjármagn. Mér skylst að sumir Silicon valley-fjárfestingarsjóðir séu að endurskoða sínar fjárfestingarstefnur með þetta í huga. Annar galli er að vísisjóðir og aðrir sjóðir fjárfesta í mun meiri mæli í körlum en konum, þetta er ennþá staðan skv. nýlegri könnun Framvís gerða af KPMG. Ég veit hins vegar að Nordic Ignite fjárfestir jafnt í kynjunum og er þá líka með mjög skýra stefnu í þeim efnum.“

,,Bæði styrkleikar og veikleikar nýsköpunarumhverfisins hérlendis liggja líklega í smæð okkar. Við búum í litlu samfélagi þar sem ríkir almennt traust á milli fólks og traust býr til tækifæri. Veikleikar umhverfisins liggja siðan í óstöðugleika í efnahagsumhverfinu sem kemur til vegna smæðar hagkerfisins. Ég sé gríðarlega mörg tækifæri í nýsköpun í bláa hagkerfinu hérlendis og sá árangur sem náðst hefur má þakka vissu hugarfari í sjávarútvegi. Ólíkt mörgum öðrum löndum er viðhorfið í sjávarútvegi almennt það að Íslendingar eigi að skara framúr og fjárfesta í þekkingu og tækni. Víða erlendis hefur viðkvæðið í sjávarútvegi verið að sú tækni eða vinnuaðferðir, sem séu til staðar, séu “nægilega góðar”. Þetta “what we have is good enough” þekkist varla í sjávarútvegi hérlendis. Ef við náum að halda í þessa nýsköpunarmenningu þá er alla veganna fullt af vannýttum tækifærum í öllu bláa hagkerfinu sem við munum sjá verða að veruleika á komandi árum.”

Þór Sigfússon

Rithöfundur, fyrirlesari og stofnandi Íslenska Sjávarklasans.

Þór Sigfússon

Höfundur, fyrirlesari og stofnandi Íslenska Sjávarklasans.

“Bæði styrkleikar og veikleikar nýsköpunarumhverfisins hérlendis liggja líklega í smæð okkar. Við búum í litlu samfélagi þar sem ríkir almennt traust á milli fólks og traust býr til tækifæri. Veikleikar umhverfisins liggja siðan í óstöðugleika í efnahagsumhverfinu sem kemur til vegna smæðar hagkerfisins. Ég sé gríðarlega mörg tækifæri í nýsköpun í bláa hagkerfinu hérlendis og sá árangur sem náðst hefur má þakka vissu hugarfari í sjávarútvegi. Ólíkt mörgum öðrum löndum er viðhorfið í sjávarútvegi almennt það að Íslendingar eigi að skara framúr og fjárfesta í þekkingu og tækni. Víða erlendis hefur viðkvæðið í sjávarútvegi verið að sú tækni eða vinnuaðferðir, sem séu til staðar, séu “nægilega góðar”. Þetta “what we have is good enough” þekkist varla í sjávarútvegi hérlendis. Ef við náum að halda í þessa nýsköpunarmenningu þá er alla veganna fullt af vannýttum tækifærum í öllu bláa hagkerfinu sem við munum sjá verða að veruleika á komandi árum.”

Eins og lesa má úr svörum viðmælenda er margt vel gert hér á landi en einnig eru mikil tækifæri til að gera betur. Dugnaður og eljusemi hefur lengi einkennt okkur sem þjóð, sem eru einmitt grunnstefið í nýsköpun m.t.t. að hrinda af stað hugmynd og fullmóta hana. Það verður því afar spennandi að fylgjast með framvindu mála í þessum efnum.

Ályktanir og framhald.

Við erum lítil þjóð og getum hreyft okkur hratt. Nýsköpun er ört vaxandi grein og tekjustoð í okkar hagkerfi. Við eigum að halda áfram að styðja við skapandi fólk og frumkvöðla. Styrkja erlend sambönd, og þá sérstaklega fyrir sérfræðiþekkingu og erlent fjármagn. Þættir eins og skattafrádráttur, styrkir, menntun, aðgangur að framtakssjóðum og þekking gegna lykilhlutverki í að efla nýsköpun og er því mikilvægt að haldið sé vel utan um þá.

Sú spurning er hins vegar áleitin hvort hægt sé að setja enn háleitari markmið. Á Ísland t.d. möguleika á að verða Kísildalur (e. Silicon Valley) Evrópu. Með þessu á ég við að nýsköpunarumhverfið verði svo gott hérlendis að það laði að frumkvöðla með nýsköpunarhugmyndir víðsvegar úr Evrópu. Það væri óskandi enda myndum við með þessu styrkja enn frekar þessa tekjustoð. Dæmin sýna að þetta sé hægt. Þá er nærtækast að horfa til Írlands sem fór óhefðbundnar leiðir í að laða að stór fyrirtæki og með því stórauka efnahagsumsvif landsins. Þannig bauð Írland fjölþjóðlegum fyrirtækjum hagstætt skattaumverfi, hæft starfsfólk og aðgang að evrópskum markaði. Að auki kom það á fót skilvirku og einföldu regluverki og veitti hvata til rannsókna og þróunar. Þessir þættir hvöttu mörg fyrirtæki til að setja upp skrifstofur og starfsemi á Írlandi[4].

Til þessa fordæmis Íra mætti horfa hér á landi. Aðalatriðið er hins vegar það að taka höndum saman og hlúa að nýsköpun á Íslandi, hvort sem það eru einka- eða opinberir aðilar. Það er öllum til hagsbóta að hér á landi verði framúrskarandi nýsköpunarumhverfi.

Feel free to share this post

Do you want to receive email updates for the next article?

    Click here to connect!

    Let's connect on LinkedIn!

    About Elías Larsen

    What I do

    I’m head of growth at brandr Index, focusing on developing strategic relationships that foster trust, reliability, and shared success. My role centers on connecting with forward-thinking partners worldwide to introduce innovative branding solutions across diverse markets.

    How I Do It

    My background in strategic business development and leadership drives my approach to growing brandr Index’s reach. I believe in a hands-on approach, crafting relationships that are as reliable as they are dynamic, ensuring every collaboration is both beneficial and enduring.

    My Mission

    As a young, ambitious professional, I actively seek challenges that enhance my skills and push the boundaries of what we can achieve in business strategy and development. My approach is always to inspire growth and operational efficiency through innovative practices.

    Guiding Principles

    I am deeply passionate about developing strategic approaches that not only accelerate the growth of startups but also enhance the scalability of established firms. 

    Leadership, to me, means having a clear vision and the practical skills to implement effective strategies that align with the dynamic needs of the market.

    120+

    Client
    Collaborations

    Notable Brands

    I’ve Worked With